Dauðadómi vegna morðs blaðamanns Wall Street Journal snúið við í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:58 Judea Pearl, faðir Daniel Pearl, við hlið myndar af syni hans. AP/WILFREDO LEE Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Dómstóll í Pakistan hefur snúið við dauðadómi yfir pakistönskum manni vegna mannráns og morðs blaðamanns Wall Street Journal árið 2002. Blaðamaður Daniel Pearl hvarf þegar hann var að rannsaka öfgastarfsemi í Pakistan í kjölfar árásanna á tvíburaturnana í New York ári áður. Nánar tiltekið hvarf hann þegar hann leitaði upplýsinga um tengsl á milli pakistanskra vígamanna og Richard C. Reid, sem var handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Mánuði síðar barst yfirvöldum myndband sem sýndi afhöfðun hans. Lík Pearl fannst í grunnri gröf fyrir utan borgina Karachi, fjórum mánuðum eftir að hann hvarf. Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi, var dæmdur til dauða vegna morðsins skömmu seinna. Saksóknarar sögðu hann hafa leitt Pearl í gildru, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Hann hefur setið í fangelsi síðan en nú hefur sá dómur verið felldur niður og hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mannrán. Lögmaður hans segir að sleppa eigi honum úr fangelsi hið snarasta. Dómum gegn þremur öðrum mönnum sem voru dæmdir vegna morðsins var einnig snúið við og er búið að sleppa þeim, samkvæmt frétt BBC. Sjö aðrir, þar á meðal þeir sem eru taldir hafa myrt Pearl, voru aldrei handteknir. Hópur bandarískra blaðamanna, meðal annars nokkurra sem störfuðu með Pearl hjá Wall Street Journal, hafa haldið því fram að Khalid Sheikh Mohammed, sem var um tíma einn af æðstu mönnum al-Qaeda, hafi myrt Pearl. Hann var handsamaður í Pakistan árið 2003 og fluttur til Guantanamo Bay og hefur hann verið ákærður í tengslum við árásanna á tvíburaturnana. Þá er Sheikh Mohammed sagður hafa viðurkennt við yfirheyrslu að hafa afhöfðað Pearl.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira