Vilt þú hafa áhrif á komandi kynslóðir? Helena Sjørup Eiríksdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:30 Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar