Skutu öryggisvörð verslunar vegna deilu um grímu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 09:01 Sharion Munerlyn, sonur öryggisvarðarins, faðmar frænku sína á minningarathöfn á sunnudaginn. AP/Jake May Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira