Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 09:31 Heilbrigðiskerfi Englands er undir miklum þrýstingi vegna mikillar fjölgunar smitaðra. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12
Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26
Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06