Neyðarástandi lýst yfir í London Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 15:55 Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. AP/Frank Augstein Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira