Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 13. janúar 2021 07:31 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar