Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:15 Ólafur Þór Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir. Vísir Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46