2020 nálægt því að vera heitasta ár frá upphafi mælinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 11:36 Slökkviliðsmaður sést hér berjast við skógarelda í San Mateo í Kaliforníu í ágúst í fyrra. Getty/Liu Guanguan Síðasta ár keppir við árið 2016 um að vera heitasta árið frá upphafi mælinga samkvæmt útreikningum vísindamanna hjá nokkrum erlendum stofnunum. Samkvæmt útreikningum einnar stofnunar, bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, er árið reyndar það heitasta en með naumindum þó. Útreikningar bresku veðurstofunnar og bandarísku sjávar- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sýna að 2020 var eilítið kaldara en 2016 en útreikningar loftslagsrannsókna Evrópusambandsins sýna að árin voru jafnheit. „Síðustu sjö ár hafa verið heitustu árin frá upphafi mælinga,“ segir Abira Sánchez-Lugo, sérfræðingur hjá NOAA, í samtali við Washington Post. Þótt mælingar mismunandi stofnana gefi ekki alveg sömu niðurstöður varðandi það hvað ár er það heitasta þá undirstrika öll gögn langtíma hlýnun jarðar af mannavöldum. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa nú verið 44 ár í röð þar sem hitastig á jörðinni hefur verið hærra en meðaltalið á 20. öld. Gavin Schmidt, stjórnandi hjá NASA, segir þetta ekki „nýja normið“ heldur eigi hitastigið eftir að hækka meira. Miklar náttúruhamfarir urðu víða um heim á liðnu ári, meðal annars skógareldar í Síberíu, Ástralíu, Suður-Ameríku og Kaliforníu, sem raktir eru til hlýnunar jarðar. „Þetta var svo sannarlega ár eldanna. Frá hrikalegum eldum í Ástralíu til elda í stærstu mýrum Suður-Ameríku til strandar Kaliforníu, þá urðu þessir eldar í fyrra vegna mikilla þurrka og hlýnunar í nokkrum heimsálfum,“ segir Merritt Turetsky, vísindamaður við háskólann í Colorado. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Útreikningar bresku veðurstofunnar og bandarísku sjávar- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sýna að 2020 var eilítið kaldara en 2016 en útreikningar loftslagsrannsókna Evrópusambandsins sýna að árin voru jafnheit. „Síðustu sjö ár hafa verið heitustu árin frá upphafi mælinga,“ segir Abira Sánchez-Lugo, sérfræðingur hjá NOAA, í samtali við Washington Post. Þótt mælingar mismunandi stofnana gefi ekki alveg sömu niðurstöður varðandi það hvað ár er það heitasta þá undirstrika öll gögn langtíma hlýnun jarðar af mannavöldum. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa nú verið 44 ár í röð þar sem hitastig á jörðinni hefur verið hærra en meðaltalið á 20. öld. Gavin Schmidt, stjórnandi hjá NASA, segir þetta ekki „nýja normið“ heldur eigi hitastigið eftir að hækka meira. Miklar náttúruhamfarir urðu víða um heim á liðnu ári, meðal annars skógareldar í Síberíu, Ástralíu, Suður-Ameríku og Kaliforníu, sem raktir eru til hlýnunar jarðar. „Þetta var svo sannarlega ár eldanna. Frá hrikalegum eldum í Ástralíu til elda í stærstu mýrum Suður-Ameríku til strandar Kaliforníu, þá urðu þessir eldar í fyrra vegna mikilla þurrka og hlýnunar í nokkrum heimsálfum,“ segir Merritt Turetsky, vísindamaður við háskólann í Colorado.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira