Hæfileikar barna í Fellahverfi Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:29 Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna. Fögnum fjölbreytni í nemendahópum Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030. Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku. Ný hugsun í málefnum barna Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna. Fögnum fjölbreytni í nemendahópum Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030. Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku. Ný hugsun í málefnum barna Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun