Hreppsómagar samtímans Oddný Björg Daníelsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:30 Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun