Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2021 23:35 Frá bækistöð norska hersins á Jan Mayen. Torbjørn Kjosvold/Forsvaret Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930. Noregur Norðurslóðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930.
Noregur Norðurslóðir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira