Vegið að atvinnufrelsi ungra sjúkraþjálfara Unnur Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2021 09:17 Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun