Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 14:31 Hattarmenn geta skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í kvöld. Instagram/@hotturkarfa Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira