Sér eftir stuðningi við QAnon Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 19:32 Marjorie Taylor Greene. Tasos Katopodis/Getty Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59