Breytingarnar koma eftir að Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, lét af störfum sem annar leiðtoga Græningja. Märta Stenevi tók við leiðtogahlutverki Lövin í flokknum, en Lövin hverfur með breytingunum úr ríkisstjórn.
Per Bolund, hinn leiðtogi flokks Græningja, sem hefur gegnt embætti ráðherra húsnæðismála og fjármálamarkaðsmála, verður nýr aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra loftslags- og umhverfismála.
Stenevi kemur ný inn í ríkisstjórn sem ráðherra jafnréttismála og húsnæðismála. Åsa Lindhagen, sem hefur verið ráðherra jafnréttismála, verður nýr ráðherra fjármálamarkaðsmála og aðstoðarfjármálaráðherra. Þá verður Per Olsson Fridh ráðherra þróunarsamvinnumála.
Alls eru 21 ráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar, auk forsætisráðherrans Löfven.