Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Estonia sökk í Eystrasalti árið 1994 og var lýst grafreitur af Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi ári síðar. Talið er að 852 hafi farist með ferjunni. Héraðsdómstóll í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu í dag að kvikmyndagerðarmennirnir tveir, sem áttu yfir höfði sér sektir eða allt að tveggja ára fangelsi, hefðu sannarlega brotið gegn yfirlýsingu ríkjanna þriggja en það væri ekki hægt að sakfella þá þar sem þeir hefðu farið frá þýsku skipi á alþjóðlegu hafsvæði. Þjóðverjar eru ekki skuldbundnir af áðurnefndri yfirlýsingu. Sögðust hafa heyrt háan málmskell Það var niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar sem lauk árið 1997 að Estonia hefði sokkið í kjölfar þess að framdyrnar á skipinu hefðu opnast í miklum stormi, með þeim afleiðingum að þilfarið þar sem bifreiðarnar voru geymdar fylltist af sjó. Um borð voru 803 farþegar og 186 áhafnarmeðlimir en aðeins 138 komust lífs af. Meðal þeirra voru margir sem héldu því fram að þeir hefðu heyrt háan málmskell um það bil 50 mínútum áður en ferjan sökk en rannasakendur neituðu þeim möguleika að gat hefði komið á skrokk ferjunnar. Upptökur kvikmyndagerðarmannanna sýndu hins vegar stórt gat á stjórnborða skipsins, sem sérfræðingar segja að hafi líklega orðið til við árekstur við þúsund til fimmþúsund tonna fyrirbæri á ferð. Forsætisráðherra Eistlands sagði í fyrra að myndirnar vektu spurningar sem svör þyrftu að fást við og í desember síðastliðnum greindu Svíar frá því að til stæði að breyta lögum þannig að hægt yrði að rannsaka flakið upp á nýtt.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. 29. september 2020 08:01
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42