Það þarf hugrekki til að framkvæma Theodóra Listalín Þrastardóttir skrifar 11. febrúar 2021 19:42 Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun