Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 12:03 Úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Joe Raedle/Getty Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir. Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir.
Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira