Fjölgum tækifærissinnum Indriði Stefánsson skrifar 13. febrúar 2021 15:01 Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar