Opið bréf til landlæknis Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar