Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir fyrirhugaðar breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25