Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 14:31 Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Þessar breytingar eiga sér langan aðdraganda, fyrri menntamálaráðherrum hefur ekki tekist að koma þeim í gegn en Lilja Alfreðs fékk málið í sínar hendur og náði því áfram. Nýtt nafn á þessu gamla kerfi segir til um hversu miklar breytingar eru gerðar, með þeim erum við að færast nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar í þeim efnum og tímabært var að færa nær nútímaviðmiðum. Helstu breytingar Helstu nýmælin eru að inn kemur styrkjakerfi, beinn stuðningur og ívilnanir sem eru undanþegnar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi. Þá verður það meginregla að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verða mánaðarlegar. Sem styðjandi aðgerðir má nefna beinan stuðning vegna framfærslu barna, en námsmaður á rétt á styrk til framfærslu barns/barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði með hverju barni. Námsmenn sem greiða meðlag með barni undir 18 ára aldri geta einnig fengið styrk vegna meðlagsgreiðslna sem nemur sömu upphæð. Mikilvæg breyting er að ábyrgðamannafyrirkomulag LÍN er afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Byggðasjónarmiðin eru áberandi Fyrir síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að byggðajöfnunaraðgerðir væri að finna sem víðast og hægt væri að beita sérstökum íviljunum vegna afborgana á námslánum og þær séu hagstæðari að hluta fyrir þá sem búa í hinum dreifðari byggðum. Þetta atriðið má finna í reglum hins nýja Menntasjóðs. Þar er að finna heimild til að veita rétt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina, og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum sem eru búsettir og starfa á svæðum sem skilgreind eru í samráði við Byggðastofnun. Uppleggið er að lánþegi sem hefur lokið námi og er búsettur á skilgreindu svæði nýti i menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár. Byggð um allt land Ívilnandi aðgerðir sem stjórnvöld setja eru mikilvægt tæki til að hafa áhrif á byggðaþróun og ekki síst til að hafa áhrif á að efla þjónustu í veikum byggðum og styrkja nærsamfélagið. Í Noregi byggir byggðastefna á því að halda öllu landinu í byggð og áhersla lögð á valfrelsi einstaklinga til að velja sér búsetu. Það er mikilvægt að byggja undir sterka samfélagsgerð og fjölbreytta þjónustu. Í Noregi hafa verið notað ívilnandi skattaaðgerðir til að efla byggð. Þar með talið með niðurfellingu eða lækkun á endurgreiðslu námslána með ágætum árangri. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu ár hvort þessar aðgerðir eigi eftir að skila sér með jafn góðum árangri og hjá frændum okkar í Noregi. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Þessar breytingar eiga sér langan aðdraganda, fyrri menntamálaráðherrum hefur ekki tekist að koma þeim í gegn en Lilja Alfreðs fékk málið í sínar hendur og náði því áfram. Nýtt nafn á þessu gamla kerfi segir til um hversu miklar breytingar eru gerðar, með þeim erum við að færast nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar í þeim efnum og tímabært var að færa nær nútímaviðmiðum. Helstu breytingar Helstu nýmælin eru að inn kemur styrkjakerfi, beinn stuðningur og ívilnanir sem eru undanþegnar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi. Þá verður það meginregla að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verða mánaðarlegar. Sem styðjandi aðgerðir má nefna beinan stuðning vegna framfærslu barna, en námsmaður á rétt á styrk til framfærslu barns/barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri á mánuði með hverju barni. Námsmenn sem greiða meðlag með barni undir 18 ára aldri geta einnig fengið styrk vegna meðlagsgreiðslna sem nemur sömu upphæð. Mikilvæg breyting er að ábyrgðamannafyrirkomulag LÍN er afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Byggðasjónarmiðin eru áberandi Fyrir síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að byggðajöfnunaraðgerðir væri að finna sem víðast og hægt væri að beita sérstökum íviljunum vegna afborgana á námslánum og þær séu hagstæðari að hluta fyrir þá sem búa í hinum dreifðari byggðum. Þetta atriðið má finna í reglum hins nýja Menntasjóðs. Þar er að finna heimild til að veita rétt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina, og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum sem eru búsettir og starfa á svæðum sem skilgreind eru í samráði við Byggðastofnun. Uppleggið er að lánþegi sem hefur lokið námi og er búsettur á skilgreindu svæði nýti i menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár. Byggð um allt land Ívilnandi aðgerðir sem stjórnvöld setja eru mikilvægt tæki til að hafa áhrif á byggðaþróun og ekki síst til að hafa áhrif á að efla þjónustu í veikum byggðum og styrkja nærsamfélagið. Í Noregi byggir byggðastefna á því að halda öllu landinu í byggð og áhersla lögð á valfrelsi einstaklinga til að velja sér búsetu. Það er mikilvægt að byggja undir sterka samfélagsgerð og fjölbreytta þjónustu. Í Noregi hafa verið notað ívilnandi skattaaðgerðir til að efla byggð. Þar með talið með niðurfellingu eða lækkun á endurgreiðslu námslána með ágætum árangri. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu ár hvort þessar aðgerðir eigi eftir að skila sér með jafn góðum árangri og hjá frændum okkar í Noregi. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun