Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun Edda Sif Aradóttir og Jan Wurzbacher skrifa 2. mars 2021 07:31 Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jarðhiti Edda Sif Aradóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun