Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 20:39 Upptök skjálftans voru úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Getty/Matthew Williams-Ellis/Universal Images Group Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð. Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira