Ógildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:37 Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. Getty/Pedro Vilela Dómari í Brasilíu hefur ógilt dóm yfir Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, sem hann hlaut vegna spillingar. Niðurstaðan gerir það að verkum að Lula gæti boðið sig fram að nýju í forsetakosningunum 2022. Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið. Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið.
Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18