Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 10:25 Derek Chauvin (t.h.), lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að drepa George Floyd, í réttarsal í gær. Vísir/AP Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30