Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 10:39 Microsoft virtist komið framarlega í kapphlaupinu um þróun skammtatölva þegar starfsmenn þess birtu grein sem hlaut mikla athygli árið 2018. Þeir hafa nú neyðst til þess að draga greinina til baka vegna mistaka. Vísir/EPA Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð. Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum. Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum.
Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32