Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 14:24 Líkkista fórnarlambs Covid-19 borið til grafar í Viola Formosa-grafreitnum í Sao Paulo. Í síðustu viku létust rétt um 1.700 manns á einum degi, um það bil eitt dauðsfall á 50 sekúndna fresti. Síðan þá hefur smituðum og látnum fjölgað enn. Vísir/EPA Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira