Gleymdir vegir Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Samgöngur Vegagerð Þingeyjarsveit Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun