Hvar eru nauðsynlegar framkvæmdir í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2021 07:30 Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar