Flogaveiki með augum foreldris Hlédís Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2021 11:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun