Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 11:35 epa Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021 Bandaríkin Amazon Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021
Bandaríkin Amazon Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira