Telja Belga líklegasta til að vinna EM í sumar | Þjóðverjar koma þar á eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:02 Belgum er spáð sigri á EM í sumar. Jeroen Meuwsen/Getty Images Enski fjölmiðillinn The Guardian birti í dag lista yfir allar þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í sumar. Var þeim raðað í sæti eftir hversu líklegar þær eru til að vinna mótið. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti