Tugir í lífstíðarfangelsi vegna valdaránstilraunarinnar 2016 Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 14:28 Öryggisgæsla var mikil fyrir utan dómshúsið í Sincan, skammt frá Ankara, í morgun. AP/Burhan Ozbilici Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans. AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir. Tyrkland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
AP segir frá því að frá árinu 2017 hafi verið réttað yfir rétt tæplega fimm hundruð manns vegna tilraunarinnar til að söðla undir sig höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Ankara og ríkisútvarpsins TRT, sem og fyrir að neyða sjónvarpsmann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna. Réttað hefur verið yfir mönnum sem sakaðir eru um að tengjast klerkinum Fethullah Gülen sem hefur um árabil verið í sjálfskipaðri sóttkví í Bandaríkjunum og Tyrklandsstjórn sakar um að vera höfuðpaur valdaránsmannanna. Gülen hefur alla tíð hafnað ásökunum tyrkneskra yfirvalda. Lífstíðarfangelsi og engin reynslulausn Dómari dæmdi í dag 32 í lífstíðarfangelsi og þar af fengu sex hörðustu refsingu sem tyrkneskt réttarfar býður upp á, það er lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Í hópi þeirra er fyrrverandi undirofusti sem neyddi fréttamann til að lesa yfirlýsingu valdaránsmannanna í sjónvarpi, fyrrverandi ofursti sem sakaður var um að hafa stýrt aðgerðunum sem sneru að söðla undir sig ríkisfjölmiðlinum TRT og svo fyrrverandi háttsettur liðsforingi í hernum sem var sagður hafa leitt aðgerðir til að leggja undir sig höfuðstöðvar tyrkneska hersins. Þá var einn dæmdur í 61 árs fangelsi og þá voru 106 dæmdir í á bilinu sex til sextán ára fangelsi. Þá voru nokkrir sýknaðir og enn aðrir voru sakfelldir en ekki dæmdir til fangelsisvistar. Á þriðja hundrað létu lífið Valdaránstilraunin átti sér stað 15. júlí 2015 þegar hópar úr tyrkneska hernum notuðust við skriðdreka, orrustuþotur og þyrlur í tilraun sinni til að steypa stjórn Erdogan. Var sprengt meðal annars við tyrkneska þinghúsið og á nokkrum stöðum í tyrknesku höfuðborginni. Alls lét 251 maður lífið og á þriðja þúsund særðist í götumótmælum dagana á eftir og þá voru 35 meintir þátttakendur í vandaránstilrauninni drepnir.
Tyrkland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira