Losunin sem aldrei varð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2021 15:00 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar