Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 16:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september. Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september.
Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira