Ný ríkisstjórn Grænlands með nauman meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 08:52 Múte B. Egede, nýr forsætisráðherra Grænlands. EPA/Christian Klindt Soelbeck Hinn 34 ára gamli Múte B. Egede, er yngsti forsætisráðherra Grænlands. Hann leiðir nýja ríkisstjórn landsins sem opinberuð var í gær. Egede er formaður Inuit Ataqatigiit (IA) en flokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum sem haldnar voru á Grænlandi í byrjun mánaðarins. IA og flokkurinn Naleraq mynduðu ríkisstjórn með nauman meirihluta á þingi eða sextán þingmenn af 31. Flokkurinn Atassut mun þó styðja ríkisstjórn landsins. Áður höfðu bæði Siumut og Demókratar gengið frá samningaborðinu. Sjá einnig: Siumut gengur frá samningsborðinu Forsvarsmenn Atassut vildu ekki vera beinir aðilar að ríkisstjórninni því þeir vilja ekki sjálfstæði frá Danmörku, eins og hinir flokkarnir tveir. Við kynningu ríkisstjórnarinnar í gær sagði Egede að samstarfsflokkana hafa verið sameinaða í stjórnarandstöðu undanfarin ár og forsvarsmenn þeirra þekki hvorn annan vel. Lítið sé um deilumál þeirra á milli og markmiðið sé að skapa stöðugleika til næstu fjögurra ára. Haft er eftir honum á vef Sermitsiaq að forsvarsmenn flokkanna hafi heitið því að leggja þau deilumál sem séu til staðar til hliðar og einbeita sér að því að stjórna saman næstu fjögur ár. Í frétt DR segir að Egede hafi einnig sagst ætla að leggja áherslu á að draga úr ójöfnuði og að stjórnmálasáttmáli ríkisstjórnarinnar segi til um að ekkert verði af námuvinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli, nærri bænum Narsaq. Sjá einnig: Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Stjórnarflokkarnir vilja einnig útrýma heimilisleysi á Grænlandi fyrir árið 2035 og gera breytingar á skattkerfi landsins. Þá vilja þeir betrumbæta heilbrigðiskerfi Grænlands og leggja mikla áherslu á geðheilsu og meðferð gegn krabbameini. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
IA og flokkurinn Naleraq mynduðu ríkisstjórn með nauman meirihluta á þingi eða sextán þingmenn af 31. Flokkurinn Atassut mun þó styðja ríkisstjórn landsins. Áður höfðu bæði Siumut og Demókratar gengið frá samningaborðinu. Sjá einnig: Siumut gengur frá samningsborðinu Forsvarsmenn Atassut vildu ekki vera beinir aðilar að ríkisstjórninni því þeir vilja ekki sjálfstæði frá Danmörku, eins og hinir flokkarnir tveir. Við kynningu ríkisstjórnarinnar í gær sagði Egede að samstarfsflokkana hafa verið sameinaða í stjórnarandstöðu undanfarin ár og forsvarsmenn þeirra þekki hvorn annan vel. Lítið sé um deilumál þeirra á milli og markmiðið sé að skapa stöðugleika til næstu fjögurra ára. Haft er eftir honum á vef Sermitsiaq að forsvarsmenn flokkanna hafi heitið því að leggja þau deilumál sem séu til staðar til hliðar og einbeita sér að því að stjórna saman næstu fjögur ár. Í frétt DR segir að Egede hafi einnig sagst ætla að leggja áherslu á að draga úr ójöfnuði og að stjórnmálasáttmáli ríkisstjórnarinnar segi til um að ekkert verði af námuvinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli, nærri bænum Narsaq. Sjá einnig: Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Stjórnarflokkarnir vilja einnig útrýma heimilisleysi á Grænlandi fyrir árið 2035 og gera breytingar á skattkerfi landsins. Þá vilja þeir betrumbæta heilbrigðiskerfi Grænlands og leggja mikla áherslu á geðheilsu og meðferð gegn krabbameini.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16. apríl 2021 13:08
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00