Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 09:26 Perseverance slakaði Ingenuity niður á litlum „flugvelli“ á yfirborði Mars 30. mars. Fyrsta tilraunaflugferð vængjunnar var á dagskrá í morgun. NASA/JPL-Caltech/MSSS Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01
Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent