„Notið skynsemina“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 21:08 Steve Schleicher, saksóknari í málinu, segir sönnunargögnin tala sínu máli. Vísir/AP Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. „Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
„Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42