Þingfundi frestað enn einu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 22:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram. Vísir/vilhelm Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16