„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 14:15 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. „Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
„Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira