„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 14:15 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. „Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
„Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira