Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:01 Indverjar glíma nú við kröftuga aðra bylgju faraldursins og álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi er gríðarlegt. EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira