ESB og íslenskt fullveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 25. apríl 2021 09:00 Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna. Í umræðunni um evruna benti ég á að ytri áföll eru óhjákvæmilegur fylgifiskur hins íslenska hagkerfis. Þau birtast sem verðfall á íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum, aflabresti og slíkum þáttum. Ytri áföll hafa afleiðingar. Þau leiða af sér að tekjur þjóðarinnar dragast saman. Íslendingar þekkja vel að yfirleitt leiða slík ytri áföll af sér fall á gengi krónunnar. Gengisfallið verður þá birtingarmynd höggsins á þjóðarbúið. Tilboð Viðreisnar um aukið atvinnuleysi Værum við hér með evru væri þessi möguleiki á að dreifa byrðunum á alla landsmenn ekki fyrir hendi. Ríkisfjármálin geta ekki tekið höggið nema að hluta til af því að niðurskurði útgjalda og skattahækkunum eru takmörk sett. Þá er aðeins einn möguleiki eftir: Vinnumarkaðurinn. Laun eru ekki giska sveigjanleg niður á við og þá stendur eftir atvinnan; fyrirtækin ráða ekki við launagreiðslur og verða að segja upp fólki. Höggið vegna ytri áfalla birtist í auknu atvinnuleysi þegar aðlögun með falli krónunnar er útilokuð eftir að henni hefur verið kastað brott fyrir evruna. Höggið dreifist ekki á landsmenn heldur lendir þyngst á þeim sem verða fyrir atvinnumissi. Tilboð um afsal fullveldis í gjaldeyris- og peningmálum Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt. Engum blöðum er um það að fletta að við ákvarðanir bankans vega þyngst þýskir og franskir hagsmunir enda eru Þýskaland og Frakkland með hinu öfluga samstarfi sín á milli burðarásarnir í bandalaginu. Útilokað má telja með öllu að íslensk sjónarmið gætu haft minnstu áhrif á ákvarðanir bankans nema þau féllu að hagsmunum stóru ríkjanna. Þetta þýðir að í peningamálum yrðu Íslendingar ofurseldir hagsmunum Þjóðverja og Frakka að meginstefnu til. Við slíkt væri ekki búandi. Tillögu Viðreisnar um að taka upp evruna verður að meta í þessu ljósi. Tenging við norsku olíukrónuna? Nei takk. Finnar hafa einir þjóða á Norðurlöndum tekið upp evruna. Hvorki Danir né Svíar hafa gert það en danski seðlabankinn hefur það meginverkefni að líma dönsku krónuna fasta við evruna. Norska krónan er olíumynt í þeim skilningi að hún er viðkvæm fyrir verðbreytingum á olíu á heimsmarkaði. Allar hugmyndir um að tengja íslensku krónuna við þá norsku falla um sjálfar sig af þessari ástæðu enda getum við ekki átt hag atvinnufyrirtækja og heimila landsmanna beinlínis undir því hvernig viðrar á heimsmarkaði fyrir olíu. Misjöfn reynsla af ESB Tillögur Viðreisnar um aðild að ESB og upptöku evru koma spánskt fyrir sjónir. Er ESB á þeim buxum að taka við nýjum umsækjendum verandi í sárum eftir brotthvarf Breta? Reynslan talar sínu máli um þessar tillögur Viðreisnar. Alkunnugt er hvernig ESB stóð með öðrum að því að svipta Grikki fullveldi sínu og sjálfstæði eftir hið alþjóðlega fjármálahrun. Heil kynslóð í Grikklandi sér ekki til sólar í fjárhagslegu tilliti eftir meðferðina. ESB lagðist gegn okkur Íslendingum í Icesave-málinu þar sem tvær aðildarþjóðir héldu uppi ólögvörðum kröfum á þjóðina sem með réttu átti heima í þrotabúi hins fallna Landsbanka eins og staðfest var með dómi EFTA-dómstólsins. Hákarlaauglýsingar um manndrápsklyfjar Í greinargerð með þingsályktunartillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu segir að smáríki séu veikari í tvíhliða samstarfi en fjölþjóðasamstarfi og sé Icesave-deilan til marks um það. Er það svo? Sumir af stofnendum og helstu fyrirmennum Viðreisnar vildu ganga lengst allra við að láta undan kröfum Breta og Hollendinga, stofnuðu samtök og stóðu fyrir hákarlaauglýsingum til að hræða fólk til fylgilags við að þjóðin tæki á sig manndrápsklyfjar. Þessari framgöngu hafnaði þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sérkennilegt verður að telja, jafnvel í meira lagi, að Viðreisn skuli í ljósi þessarar forsögu bera Icesave-málið fram sem rökstuðning fyrir aðild Íslendinga að ESB. Orkupakkarnir og áhugi á orkuauðlindum íslensku þjóðarinnar Íslendingar hafa kynnst áhuga ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar. Fyrir liggur greining á afleiðingum þess að gangast undir Evrópureglur í orkumálum. Hún birtist í lögfræðilegri álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um þriðja orkupakkann. Þessir lögfræðilegu ráðunautar ríkisstjórnarinnar lýsa hvernig erlendum aðilum eru falin a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu mikilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur undir Evrópureglum að ströndum landsins. Segja þeir slíkt valdframsal ekki geta talist minni háttar og bæta við að þessu megi „með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs." Tilboð um afsal fullveldis yfir orkuauðlindum þjóðarinnar Viðreisn reyndist við umræður um þriðja orkupakkann eins og flestir aðrir stjórnmálaflokkar ófáanleg til að ræða efni þessarar álitsgerðar og hinar þungvægu röksemdir gegn honum sem þar er að finna. Héldu talsmenn hennar fram að orkupakkinn snerist um þætti á borð við neytendavernd. Tillaga flokksins um viðræður um aðild að ESB felur í sér tilboð um afsal fullveldis yfir mikilvægum orkuauðlindum þjóðarinnar. ESB leyfði ekki varnir í þágu heilbrigðis búfjárstofna og lýðheilsu Íslendingar þekkja líka kröfur ESB um að ekki megi verja íslenska búfjárstofna, sem sökum einangrunar eru varnarlausir gagnvart landlægum búfjársjúkdómum í Evrópu öldum saman. Málið snýst um heilbrigði búfjárstofna og lýðheilsu. Málið hefur sáralitla þýðingu fyrir ESB en grundvallarþýðingu hér á landi. Viðleitni íslenskra stjórnvalda til að ná samkomulagi við ESB skilaði engum árangri. Frystiskyldunni, sem færustu sérfræðingar telja nauðsynlega, yrði að aflétta. Við það situr með tilheyrandi óvissu um heilbrigði og lýðheilsu vegna hörku og óbilgirni af hálfu ESB. Aðild að ESB kemur ekki til greina Tillögur Viðreisnar hafa þann kost að þær skerpa línur um afstöðu til ESB og evrunnar. Hér hefur ekki verið fjallað nema um nokkra þætti málsins. Til dæmis er ekki vikið að sjávarútvegshagsmunum Íslendinga enda er sjávarútvegur hvergi nefndur í umræddum tillögum, landbúnaður ekki heldur. Niðurstaðan er engu að síður skýr. Hvorki aðild að ESB né upptaka evru sem gjaldmiðils í landinu þjónar íslenskum hagsmunum né samrýmist fullveldi og yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Evrópusambandið Miðflokkurinn Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna. Í umræðunni um evruna benti ég á að ytri áföll eru óhjákvæmilegur fylgifiskur hins íslenska hagkerfis. Þau birtast sem verðfall á íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum, aflabresti og slíkum þáttum. Ytri áföll hafa afleiðingar. Þau leiða af sér að tekjur þjóðarinnar dragast saman. Íslendingar þekkja vel að yfirleitt leiða slík ytri áföll af sér fall á gengi krónunnar. Gengisfallið verður þá birtingarmynd höggsins á þjóðarbúið. Tilboð Viðreisnar um aukið atvinnuleysi Værum við hér með evru væri þessi möguleiki á að dreifa byrðunum á alla landsmenn ekki fyrir hendi. Ríkisfjármálin geta ekki tekið höggið nema að hluta til af því að niðurskurði útgjalda og skattahækkunum eru takmörk sett. Þá er aðeins einn möguleiki eftir: Vinnumarkaðurinn. Laun eru ekki giska sveigjanleg niður á við og þá stendur eftir atvinnan; fyrirtækin ráða ekki við launagreiðslur og verða að segja upp fólki. Höggið vegna ytri áfalla birtist í auknu atvinnuleysi þegar aðlögun með falli krónunnar er útilokuð eftir að henni hefur verið kastað brott fyrir evruna. Höggið dreifist ekki á landsmenn heldur lendir þyngst á þeim sem verða fyrir atvinnumissi. Tilboð um afsal fullveldis í gjaldeyris- og peningmálum Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt. Engum blöðum er um það að fletta að við ákvarðanir bankans vega þyngst þýskir og franskir hagsmunir enda eru Þýskaland og Frakkland með hinu öfluga samstarfi sín á milli burðarásarnir í bandalaginu. Útilokað má telja með öllu að íslensk sjónarmið gætu haft minnstu áhrif á ákvarðanir bankans nema þau féllu að hagsmunum stóru ríkjanna. Þetta þýðir að í peningamálum yrðu Íslendingar ofurseldir hagsmunum Þjóðverja og Frakka að meginstefnu til. Við slíkt væri ekki búandi. Tillögu Viðreisnar um að taka upp evruna verður að meta í þessu ljósi. Tenging við norsku olíukrónuna? Nei takk. Finnar hafa einir þjóða á Norðurlöndum tekið upp evruna. Hvorki Danir né Svíar hafa gert það en danski seðlabankinn hefur það meginverkefni að líma dönsku krónuna fasta við evruna. Norska krónan er olíumynt í þeim skilningi að hún er viðkvæm fyrir verðbreytingum á olíu á heimsmarkaði. Allar hugmyndir um að tengja íslensku krónuna við þá norsku falla um sjálfar sig af þessari ástæðu enda getum við ekki átt hag atvinnufyrirtækja og heimila landsmanna beinlínis undir því hvernig viðrar á heimsmarkaði fyrir olíu. Misjöfn reynsla af ESB Tillögur Viðreisnar um aðild að ESB og upptöku evru koma spánskt fyrir sjónir. Er ESB á þeim buxum að taka við nýjum umsækjendum verandi í sárum eftir brotthvarf Breta? Reynslan talar sínu máli um þessar tillögur Viðreisnar. Alkunnugt er hvernig ESB stóð með öðrum að því að svipta Grikki fullveldi sínu og sjálfstæði eftir hið alþjóðlega fjármálahrun. Heil kynslóð í Grikklandi sér ekki til sólar í fjárhagslegu tilliti eftir meðferðina. ESB lagðist gegn okkur Íslendingum í Icesave-málinu þar sem tvær aðildarþjóðir héldu uppi ólögvörðum kröfum á þjóðina sem með réttu átti heima í þrotabúi hins fallna Landsbanka eins og staðfest var með dómi EFTA-dómstólsins. Hákarlaauglýsingar um manndrápsklyfjar Í greinargerð með þingsályktunartillögu Viðreisnar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu segir að smáríki séu veikari í tvíhliða samstarfi en fjölþjóðasamstarfi og sé Icesave-deilan til marks um það. Er það svo? Sumir af stofnendum og helstu fyrirmennum Viðreisnar vildu ganga lengst allra við að láta undan kröfum Breta og Hollendinga, stofnuðu samtök og stóðu fyrir hákarlaauglýsingum til að hræða fólk til fylgilags við að þjóðin tæki á sig manndrápsklyfjar. Þessari framgöngu hafnaði þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sérkennilegt verður að telja, jafnvel í meira lagi, að Viðreisn skuli í ljósi þessarar forsögu bera Icesave-málið fram sem rökstuðning fyrir aðild Íslendinga að ESB. Orkupakkarnir og áhugi á orkuauðlindum íslensku þjóðarinnar Íslendingar hafa kynnst áhuga ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar. Fyrir liggur greining á afleiðingum þess að gangast undir Evrópureglur í orkumálum. Hún birtist í lögfræðilegri álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um þriðja orkupakkann. Þessir lögfræðilegu ráðunautar ríkisstjórnarinnar lýsa hvernig erlendum aðilum eru falin a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og nýtingu mikilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur undir Evrópureglum að ströndum landsins. Segja þeir slíkt valdframsal ekki geta talist minni háttar og bæta við að þessu megi „með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs." Tilboð um afsal fullveldis yfir orkuauðlindum þjóðarinnar Viðreisn reyndist við umræður um þriðja orkupakkann eins og flestir aðrir stjórnmálaflokkar ófáanleg til að ræða efni þessarar álitsgerðar og hinar þungvægu röksemdir gegn honum sem þar er að finna. Héldu talsmenn hennar fram að orkupakkinn snerist um þætti á borð við neytendavernd. Tillaga flokksins um viðræður um aðild að ESB felur í sér tilboð um afsal fullveldis yfir mikilvægum orkuauðlindum þjóðarinnar. ESB leyfði ekki varnir í þágu heilbrigðis búfjárstofna og lýðheilsu Íslendingar þekkja líka kröfur ESB um að ekki megi verja íslenska búfjárstofna, sem sökum einangrunar eru varnarlausir gagnvart landlægum búfjársjúkdómum í Evrópu öldum saman. Málið snýst um heilbrigði búfjárstofna og lýðheilsu. Málið hefur sáralitla þýðingu fyrir ESB en grundvallarþýðingu hér á landi. Viðleitni íslenskra stjórnvalda til að ná samkomulagi við ESB skilaði engum árangri. Frystiskyldunni, sem færustu sérfræðingar telja nauðsynlega, yrði að aflétta. Við það situr með tilheyrandi óvissu um heilbrigði og lýðheilsu vegna hörku og óbilgirni af hálfu ESB. Aðild að ESB kemur ekki til greina Tillögur Viðreisnar hafa þann kost að þær skerpa línur um afstöðu til ESB og evrunnar. Hér hefur ekki verið fjallað nema um nokkra þætti málsins. Til dæmis er ekki vikið að sjávarútvegshagsmunum Íslendinga enda er sjávarútvegur hvergi nefndur í umræddum tillögum, landbúnaður ekki heldur. Niðurstaðan er engu að síður skýr. Hvorki aðild að ESB né upptaka evru sem gjaldmiðils í landinu þjónar íslenskum hagsmunum né samrýmist fullveldi og yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar