Konur eiga betra skilið Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun