Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 21:54 Vestræn stjórnvöld telja að Rússar beiti kórónuveirubóluefninu Spútnik V sem tóli til að styðja markmið sín í utanríkismálum, þar á meðal að reyna á samstöðu Evrópuríkja. AP/Matias Delacroix Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02
Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15