Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 58 - 66 | Valur styrkti stöðu sína á toppnum Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2021 19:30 Valur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Haukum Vísir/Vilhelm Það var ágætis kraftur í báðum liðum í upphafi leiks. Leikurinn var í járnum strax þegar leikurinn var flautaður á og skiptust liðin á að leiða leikinn í fyrsta leikhluta en þegar honum lauk voru liðin jöfn 17 - 17. Bæði lið virtust hafa rætt varnarleikinn sinn þegar haldið var í annan leikhluta þar sem bæði lið spiluðu góða vörn. Valur átti í miklum vandræðum með vörn Hauka sem varð til þess að gestirnir skoruðu þrjú stig á tæplega 6 mínútum sem Haukarnir nýttu sér og komust 5 stigum yfir. Eftir að Ólafur þjálfari Vals tók leikhlé leystu þær betur vörn Hauka og minnkuðu leikinn þó bara í 2 stig og staðan 29 - 27 þegar haldið var til hálfleiks. Þriðji leikhluti var eins kafla skiptur og þeir geta orðið. Haukar áttu fyrsta höggið þar sem þær komust snemma 9 stigum yfir. Það virtist kveikja í Vals stelpunum sem svöruðu með 10 - 0 áhlaupi og var það Sara Rún sem braut loks ísinn fyrir Hauka undir lok þriðja leikhluta. Bæði lið virtust mæta með smá skjálfta inn í fjórða leikhluta þar sem mikið var um klikkuð skot, tapaða bolta og var það Hildur Björg sem gerði fyrstu körfuna utan af velli eftir tæplega tvær og hálfa mínútu. Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson stigu síðan upp þegar mest á reyndi og lönduðu 8 stiga sigri 58 - 66. Af hverju vann Valur? Leikurinn var í járnum alveg þar til þrjár mínútur voru eftir af leiknum, þá kveiknaði á stjörnum Vals bæði Kiana Johnson og Helenu Sverrisdóttur sem stig upp og settu mikilvægar körfur undir lokin sem var það sem skildi liðin að. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson átti stórleik og skilaði hún mikilvægum körfum undir lok leiks. Kiana gerði 21 stig tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik og var einnig leitað til hennar þegar mest á reyndi. Helena var með tvöfalda tvennur þar sem hún gerði 15 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting beggja liða var ekki góð. Haukar voru 4 af 33 í þriggja stiga skotum á meðan Valur var 2 af 17 í þriggja stiga skotum. Haukar voru í vandræðum með frákasta barráttuna og var það sama upp á teningnum í dag þar sem Valur tóku 12 fráköstum meira en Haukar. Hvað gerist næst? Það fer að styttast í annan endann á deildinni og eru aðeins tveir leikir eftir. Valur á heimaleik á móti Snæfel næsta þriðjudag klukkan 20:15. Sólahring síðar mætast Haukar og Keflavík klukkan 19:15. Bjarni Magnússon: Fráköstin að verða okkur að falli annan leikinn í röð Bjarni vill að liðið sitt bæti sig í fráköstumVísir/Vilhelm „Þetta var hörkuleikur, það var lítið skorað þar sem bæði lið sýndu mikla baráttu, ég var ánægður með margt í okkar leik og með betri skot nýtingu hefðum við átt að taka þennan leik," sagði Bjarni þjálfari Hauka. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum og staðan 50 - 50 kom góður kafli í liði Vals sem varð til þess að þær unnu leikinn. „Mér fannst þetta jafnara en staðan gaf til kynna, leikurinn rann síðan út í sandinn þegar um mínúta var eftir af leiknum, við þurftum þá að taka sénsa sem gengu ekki upp að þessu sinni." „Við vorum að gera vel sóknarlega sem skilaði okkur opnum skotum sem við settum ekki ofan í svo það er lítið við því að gera," sagði Bjarni jákvæður „Líkt og í leiknum gegn Fjölni voru það fráköstin sem skildu liðin af, við verðum að vera betri að grípa fráköstin, það er algjört lykilatriði í okkar leik að laga þetta ætlum við okkur að taka næsta skref," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Jónas Sigurðsson: Við gerðum færri mistök sem skildi liðin að Valur er í kjörstöðu til að verða deildarmeistarar Vísir/Vilhelm „Þetta var leikur tveggja góðra varna sem datt okkar megin vegna þess við gerðum færri mistök en þær að lokum," sagði Ólafur þjálfari Vals um muninn á liðunum. Þriðji leikhluti var eins kafla skiptur og hægt er að hugsa sér, Haukar komust fyrst 9 stigum yfir sem Valur svaraði með 10 - 0 áhlaupi. „Það voru bara tvö frábær lið að mætast í dag, við vorum lengi í gang fannst mér, þær ýttu okkur út úr því sem við vildum gera, leið og við þéttum vörnina þá fór þetta að detta okkar megin." Valur er í góðri stöðu til að landa deildarmeistaratitlinum og er næsti leikur Vals á móti Snæfel sem Ólafur er spenntur fyrir „Næsta verkefni er á þriðjudag á móti Snæfel, við tökum endurheimt og horfum á klippur, svo mætum við í leikinn á þriðjudag þar sem við ætlum að gera betur en í dag," sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild kvenna Haukar Valur
Það var ágætis kraftur í báðum liðum í upphafi leiks. Leikurinn var í járnum strax þegar leikurinn var flautaður á og skiptust liðin á að leiða leikinn í fyrsta leikhluta en þegar honum lauk voru liðin jöfn 17 - 17. Bæði lið virtust hafa rætt varnarleikinn sinn þegar haldið var í annan leikhluta þar sem bæði lið spiluðu góða vörn. Valur átti í miklum vandræðum með vörn Hauka sem varð til þess að gestirnir skoruðu þrjú stig á tæplega 6 mínútum sem Haukarnir nýttu sér og komust 5 stigum yfir. Eftir að Ólafur þjálfari Vals tók leikhlé leystu þær betur vörn Hauka og minnkuðu leikinn þó bara í 2 stig og staðan 29 - 27 þegar haldið var til hálfleiks. Þriðji leikhluti var eins kafla skiptur og þeir geta orðið. Haukar áttu fyrsta höggið þar sem þær komust snemma 9 stigum yfir. Það virtist kveikja í Vals stelpunum sem svöruðu með 10 - 0 áhlaupi og var það Sara Rún sem braut loks ísinn fyrir Hauka undir lok þriðja leikhluta. Bæði lið virtust mæta með smá skjálfta inn í fjórða leikhluta þar sem mikið var um klikkuð skot, tapaða bolta og var það Hildur Björg sem gerði fyrstu körfuna utan af velli eftir tæplega tvær og hálfa mínútu. Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson stigu síðan upp þegar mest á reyndi og lönduðu 8 stiga sigri 58 - 66. Af hverju vann Valur? Leikurinn var í járnum alveg þar til þrjár mínútur voru eftir af leiknum, þá kveiknaði á stjörnum Vals bæði Kiana Johnson og Helenu Sverrisdóttur sem stig upp og settu mikilvægar körfur undir lokin sem var það sem skildi liðin að. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson átti stórleik og skilaði hún mikilvægum körfum undir lok leiks. Kiana gerði 21 stig tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik og var einnig leitað til hennar þegar mest á reyndi. Helena var með tvöfalda tvennur þar sem hún gerði 15 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting beggja liða var ekki góð. Haukar voru 4 af 33 í þriggja stiga skotum á meðan Valur var 2 af 17 í þriggja stiga skotum. Haukar voru í vandræðum með frákasta barráttuna og var það sama upp á teningnum í dag þar sem Valur tóku 12 fráköstum meira en Haukar. Hvað gerist næst? Það fer að styttast í annan endann á deildinni og eru aðeins tveir leikir eftir. Valur á heimaleik á móti Snæfel næsta þriðjudag klukkan 20:15. Sólahring síðar mætast Haukar og Keflavík klukkan 19:15. Bjarni Magnússon: Fráköstin að verða okkur að falli annan leikinn í röð Bjarni vill að liðið sitt bæti sig í fráköstumVísir/Vilhelm „Þetta var hörkuleikur, það var lítið skorað þar sem bæði lið sýndu mikla baráttu, ég var ánægður með margt í okkar leik og með betri skot nýtingu hefðum við átt að taka þennan leik," sagði Bjarni þjálfari Hauka. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum og staðan 50 - 50 kom góður kafli í liði Vals sem varð til þess að þær unnu leikinn. „Mér fannst þetta jafnara en staðan gaf til kynna, leikurinn rann síðan út í sandinn þegar um mínúta var eftir af leiknum, við þurftum þá að taka sénsa sem gengu ekki upp að þessu sinni." „Við vorum að gera vel sóknarlega sem skilaði okkur opnum skotum sem við settum ekki ofan í svo það er lítið við því að gera," sagði Bjarni jákvæður „Líkt og í leiknum gegn Fjölni voru það fráköstin sem skildu liðin af, við verðum að vera betri að grípa fráköstin, það er algjört lykilatriði í okkar leik að laga þetta ætlum við okkur að taka næsta skref," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Jónas Sigurðsson: Við gerðum færri mistök sem skildi liðin að Valur er í kjörstöðu til að verða deildarmeistarar Vísir/Vilhelm „Þetta var leikur tveggja góðra varna sem datt okkar megin vegna þess við gerðum færri mistök en þær að lokum," sagði Ólafur þjálfari Vals um muninn á liðunum. Þriðji leikhluti var eins kafla skiptur og hægt er að hugsa sér, Haukar komust fyrst 9 stigum yfir sem Valur svaraði með 10 - 0 áhlaupi. „Það voru bara tvö frábær lið að mætast í dag, við vorum lengi í gang fannst mér, þær ýttu okkur út úr því sem við vildum gera, leið og við þéttum vörnina þá fór þetta að detta okkar megin." Valur er í góðri stöðu til að landa deildarmeistaratitlinum og er næsti leikur Vals á móti Snæfel sem Ólafur er spenntur fyrir „Næsta verkefni er á þriðjudag á móti Snæfel, við tökum endurheimt og horfum á klippur, svo mætum við í leikinn á þriðjudag þar sem við ætlum að gera betur en í dag," sagði Ólafur að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum