Hefðu viljað sjá skattaafslátt eftir langvarandi atvinnuleysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 13:00 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði. Þeir sem hafa verið atvinnulausir frá upphafi kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu með nýjum efnhagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í gær. Þá verða lokunarstyrkir framlengdir út árið og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir og framlengdir út nóvember. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að nýi aðgerðapakkinn líti nokkuð vel út. „Ég er nokkuð ánægð með að sjá ríkisstjórnina ekki framlengja þetta um mánuð eða tvo, heldur út árið, þessi úrræði; lokunarstyrki og viðspyrnustyrki og ýmislegt annað. Það skiptir máli að það sé einhver fyrirsjáanleiki.“ Þá kveðst hún jafnframt ánægð með að verið sé að styrkja fyrirtæki til endurráðninga af hlutabótum. Hún hefði þó gjafnan viljað sjá meira gert, einkum fyrir námsfólk og þá sem glímt hafa við langtímaatvinnuleysi. „Við höfum komið með tillögu sem lýtur að skattafslætti fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir þegar ráðning tekur við þannig að fólk fái einhvers konar ívilnandi meðferð eftir að það er komið í vinnu, eftir að hafa verið atvinnulaust í einhverja mánuði eða jafnvel ár, í jafnlangan tíma og atvinnuleysi varði,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þeir sem hafa verið atvinnulausir frá upphafi kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu með nýjum efnhagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í gær. Þá verða lokunarstyrkir framlengdir út árið og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir og framlengdir út nóvember. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að nýi aðgerðapakkinn líti nokkuð vel út. „Ég er nokkuð ánægð með að sjá ríkisstjórnina ekki framlengja þetta um mánuð eða tvo, heldur út árið, þessi úrræði; lokunarstyrki og viðspyrnustyrki og ýmislegt annað. Það skiptir máli að það sé einhver fyrirsjáanleiki.“ Þá kveðst hún jafnframt ánægð með að verið sé að styrkja fyrirtæki til endurráðninga af hlutabótum. Hún hefði þó gjafnan viljað sjá meira gert, einkum fyrir námsfólk og þá sem glímt hafa við langtímaatvinnuleysi. „Við höfum komið með tillögu sem lýtur að skattafslætti fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir þegar ráðning tekur við þannig að fólk fái einhvers konar ívilnandi meðferð eftir að það er komið í vinnu, eftir að hafa verið atvinnulaust í einhverja mánuði eða jafnvel ár, í jafnlangan tíma og atvinnuleysi varði,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31
Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18