Ný velferðarstefna fyrir aldraða Guðjón S Brjánsson skrifar 3. maí 2021 18:00 Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Guðjón S. Brjánsson Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar