Ferðamenn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögregluþjón á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 23:47 Finnegan Lee Elder hlustar á dómara kveða upp dóm sinni. Hægra megin við hann, með ljósa grímu, er Gabriel Natale-Hjorth. AP/Gregorio Borgia Tveir bandarískir ferðamenn voru í dag dæmdir fyrir að myrða ítalskan lögregluþjón nærri hóteli þeirra í Róm árið 2019. Mennirnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið en þeir héldu því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi. Ítalía Bandaríkin Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi.
Ítalía Bandaríkin Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira