Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2021 07:43 Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs, eiginmanns Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar. twitter Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. Drottningin lést 29. apríl síðastliðinn, fáeinum vikum eftir andlát eiginmanns hennar, Goodwill Zwelithini konungs, sem lést 12. mars, 72 ára að aldri. BBC segir frá deilunum innan konungsfjölskyldunnar, en hún hefur hafnað orðrómum um að eitrað hafi verið fyrir drottningunni. Enn hefur ekki verið getið upp um hvað hafi dregið drottninguna til dauða. Enn á eftir að taka ákvörðun um hver muni nú leiða þjóð Súlúmanna sem telur um ellefu milljónir manna. Þjóðhöfðingi Súlúmanna, stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku, hefur almennt haft mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Goodwill Zwelithini var afkomandi Cetshwayo konungs sem leiddi þjóð Súlúmanna í stríðinu við Breta árið 1879. Zwelithini settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Zwelithini konungur átti sex eiginkonur og 26 börn hið minnsta. Hann hafði hins vegar valið Mantfombi Dlamini-Zulu til að taka við skyldum konungsborins þjóðhöfðingja Súlúmanna að honum gengnum þar sem hún væri sú eina með blátt blóð í æðum. Hún var systir Mswati III, konungs Esvatíní, eða Svasílands. Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs. Dlamini-Zulu drottning eignaðist átta börn – fimm syni og þrjár dætur – með Zwelithini konungi. Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Drottningin lést 29. apríl síðastliðinn, fáeinum vikum eftir andlát eiginmanns hennar, Goodwill Zwelithini konungs, sem lést 12. mars, 72 ára að aldri. BBC segir frá deilunum innan konungsfjölskyldunnar, en hún hefur hafnað orðrómum um að eitrað hafi verið fyrir drottningunni. Enn hefur ekki verið getið upp um hvað hafi dregið drottninguna til dauða. Enn á eftir að taka ákvörðun um hver muni nú leiða þjóð Súlúmanna sem telur um ellefu milljónir manna. Þjóðhöfðingi Súlúmanna, stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku, hefur almennt haft mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Goodwill Zwelithini var afkomandi Cetshwayo konungs sem leiddi þjóð Súlúmanna í stríðinu við Breta árið 1879. Zwelithini settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Zwelithini konungur átti sex eiginkonur og 26 börn hið minnsta. Hann hafði hins vegar valið Mantfombi Dlamini-Zulu til að taka við skyldum konungsborins þjóðhöfðingja Súlúmanna að honum gengnum þar sem hún væri sú eina með blátt blóð í æðum. Hún var systir Mswati III, konungs Esvatíní, eða Svasílands. Sumir innan konungsfjölskyldunnar hafa dregið í efa áreiðanleika erfðaskrár Zwelithinis konungs. Dlamini-Zulu drottning eignaðist átta börn – fimm syni og þrjár dætur – með Zwelithini konungi.
Suður-Afríka Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42 Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. 30. apríl 2021 07:42
Konungur Súlúmanna fallinn frá Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki. 12. mars 2021 12:09